Harpa áningarstaður ferðamanna

skrifað 08. okt 2013
Harpa

Það hefur orðið mikil aukning á ráðstefnusviði, sem gengur mjög vel hjá okkur, auk þess sem húsið er í auknum mæli áningarstaður ferðamanna segir Hulda Kristín Magnúsdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Hörpu. Um 950.000 gestir hafa komið í tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu það sem af er ári sem eru mun fleiri en á sama tíma í fyrra.