Hamfaraferð með Páli Einarssyni

skrifað 09. apr 2018
hamfaraferð - vorferð 2018

Síðastliðna helgi lögðu tæplega 50 félagar í Leiðsögn land undir hjól og fót og fóru Um Suðurland undir leiðsögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Meginefni ferðarinnar var að kynnast nánar ýmsum mögulegum náttúruhamförum á þessari vinsælu ferðamannaleið. Farið var að Heklurótum, fundað með lögregluyfirvöldum á Hvolsvelli, spáð í Kötlu og Öræfajökul, litið á ummerki jökulhlaupa og skoðaðir innviðir móbergsfjalla svo örfá atriði séu nefnd. Gist vará Hótlel Skaftafelli. Ferðin þótti takast með eindæmum vel, enda lék veðrið við ferðalanga allan tímann og leiðsögn Páls bæði innihaldsrík og skemmtileg.