Háhraðalest frá Keflavíkurflugvelli

skrifað 17. des 2013
Flugst

Nokkur einkafyrirtæki og sveitarfélög vinna nú í sameiningu að hagkvæmnisathugun á háhraðalest frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Fyrsta áfanga, eða frumkönnun, verkefnisins er lokið og hefur fyrirtækið Ráðgjöf og verkefnastjórnun, undir forystu Runólfs Ágústssonar, forgöngu um 2. áfanga athugunarinnar. Lýkur honum með birtingu skýrslu um verkefnið í lok janúar. Sjá nánar á mbl.is