Hættuástand við ferðamannastaði

skrifað 01. apr 2014
Jökulsárlón Kári

Almannavarnarnefnd Austur-Skaftafellssýslu ræddi hættuástand sem skapast við fjölfarna ferðamálastaði í sýslunni á síðasta fundi sínum.
Víða er skortur á merkingu og ferðamenn gera sér ekki grein fyrir hættunni. Ábending frá lögreglunni um að umferðarhætta skapist við fjölfarna ferðamannastaði og þar sem umferð bíla, hjólandi og gangandi er á þröngum vegum. Hættulegir staðir eru við brúna yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi og á vegarkafla milli Skaftafells og Freysness. Einnig hefur þurft að bjarga ferðamönnum úr sjónum við Jökulsárlón.