Há verðlagning í ferðaþjónustunni

skrifað 02. júl 2014
illikambur_ganga_500_400

Verð á þjónustu hótela og veitingastaða var á síðasta ári 23% yfir því sem það var að jafnaði innan ESB ríkjanna. Meðal þeirra landa sem eru dýrari heim að sækja eru hin Norðurlöndin öll. Íslendingar eru þannig ekki hálfdrættingar á við nágranna sína í Noregi í þessari verðlagningu, en þar í landi var verð á þessum hluta ferðaþjónustunnar 89% yfir meðaltali ESB ríkjanna í fyrra, eða m.ö.o. 54% hærra en það var hér á landi.
Verðmunurinn hafi verið mun meiri árin 2004 til 2006 eða að meðaltali um 80 prósent yfir meðaltali ESB-ríkjanna. Þrátt fyrir mikla hækkun virðist Ísland því ódýrt heim að sækja miðað við fyrir hrun.
Þetta má lesa úr Morgunkorni Íslandsbanka