Grænt hótel rís í Mývatnssveit

skrifað 09. okt 2013
Hótel Laxá

Hótel Laxá verrður opnað í landi Arnarvatns í suðurhluta Mývatnssveitar næsta sumar.
Margrét Hólm Valsdóttir hefur verið ráðin hótelstjóri. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á ferðamál frá Háskólanum á Akureyri, iðnrekstrarfræðingur frá sama skóla og með diploma í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.
„Hugmyndin er að þetta verði ,grænt' hótel þar sem rekstur og framkvæmdir verða í sem mestri sátt við náttúruna. Við teljum að umhverfisstefna fyrirtækja skipti ferðamenn sífellt meira máli og ætlum að leggja mikla áhersla á umhverfismál með það fyrir augum að Hótel Laxá hljóti viðurkenningu sem umhverfisvænt hótel.“ segir í tilkynningu.