Göngustígnum niður að Gullfossi hefur verið lokað

skrifað 30. okt 2013
20131028_112931Gullfossstigur

Göngustígnum  niður að Gullfossi hefur nú verið lokað  um sinn að minnsta kosti vegna  ísingar og hálku á stígnum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem tekin var  mánudaginn 28. október. Það er Umhverfisstofnun sem hefur umsjón með svæðinu og lokaði stígnum.

Íhaust var plankastígurinn ofan við fossinn lengdur, og ráðgert er að lengja hann enn  að útsýnisstað  ofan við fossinn. Þá er í undirbúningi að gera nýjan stiga niður á neðra planið svokallaða og er unnið að deiliskipulagi og undirbúningi þess máls. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfistofun er vonast til að  nýr stigi verði tilbúinn fyrir ferðmannavertíðina næsta sumar.

Þrátt fyrir að vetur sé genginn í garð hefur verið töluverður fjöldi ferðamanna við Gullfoss og víðar á Suðurlandi að undanförnu, og hafa þar ekki síst verið á ferð breskir skólahópar sem sett hafa svip sinn á ferðamannastaði á þessu svæði. Þetta sýnir að brýn þörf er á  verndun og uppbyggingu ferðamannastaða, því þeir eru margir  hverjir  viðkvæmari fyrir umferð ferðafólks á veturna. -/kj