Ráðstefna um ferðagönguleiðir

skrifað 21. apr 2015
Göngufólk

Inni á síðunni ferdamalastofa.is eru upptökur frá ráðstefnu um ferðagönguleiðir sem Ferðamálstofa, Ferðafélag Íslands og Útivist stóðu fyrir í liðnum mánuði undir yfirskriftinni "Stikum af stað" Á ráðstefnunni var fjallað um framtíðarskipulag og -þróun lengri gönguleiða. Meðal framsögumanna var Lukas Stadtherr frá Swiss Mobility en sú stofnun hefur það hlutverk að þróa landsnet ferðaleiða í Sviss. Verkefnið hófst 1993 og nú er í Sviss vel þróað net göngu-, hjóla-, línuskauta- og kanóleiða. Sjá nánar á ferdamalastofa.is