Gönguferð um Grandagarð og Fiskislóð

skrifað 29. sep 2017
byrjar 07. okt 2017
 

Laugardaginn 7. október mun fræðslu- og skólanefnd bjóða upp á menningartengda gönguferð um Grandagarð og Fiskislóð undir traustri leiðsögn Guðnýjar Emilsdóttur. Við munum kynnast margvíslegri ferðatengdri menningarstarfsemi á Grandanum og hvað helst er þar í boði. Komið verður saman við Norðurljósamiðstöðina að Grandagarði 2 kl. 13, en gert er ráð fyrir að fólk komi sér þangað á eigin vegum, eins og best hentar hverjum og einum.

Dagskráin verður nokkurn veginn sem hér segir:
Kl. 13–13:45 Norðurljósamiðstöðin Aurora Reykjavík
Kl. 14–14:45 Sjóminjasafnið og varðskipið Óðinn
Kl. 15–15:45 Hvalasafnið Whales of Iceland
Kl. 16–17 Marshall-húsið. Nýjar listsýningar í Nýló og Kling og Bang ásamt verkum Ólafs Elíassonar.
Formlegri dagskrá lýkur með Happy hour um kl. 17 á Marshall restaurant og bar.

Til að tryggja að allt fari fram samkvæmt áætlun er nauðsynlegt að vita nokkurn veginn um fjölda þeirra sem vilja slást í hópinn. Því biðjum við áhugasama vinsamlegast um að skrá í gegnum netfangið info@touristguide.is fyrir kl 12, föstudaginn 6. október.

Fræðslu- og skólanefnd Leiðsagnar