Tökum ekki þátt í gjaldtöku

skrifað 20. jún 2014
Mývatnssveit

Í tilefni af gjaldtöku við Leirhnjúk og Hverarönd í Mývatnssveit áréttar stjórn Félags leiðsögumanna að félagið styður ekki gjaldtöku á ferðamannastöðum sem lagaleg óvissa ríkir um og brýnir fyrir félagsmönnum sínum að taka ekki þátt, á einn eða annan hátt, í slíkri gjaldtöku. Stjórnin hvetur jafnframt til þess að lokið verði sem allra fyrst þeirri vinnu sem snýr að útfærslu „náttúrupassa“ sem heildstæðri, ásættanlegri lausn fyrir ferðaþjónustuna.