Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming

skrifað 31. okt 2013
Hveragerði 1

Gjaldtaka hefur áhrif á fjölda ferðamanna. Gestum á hverasvæðinu í Hveragerði fækkaði um helming, eða um tíu þúsund, eftir að gjaldtaka hófst þar. Gjaldið er aðeins 200 krónur.,,Við sjáum það bara þegar gestir koma. Þá borga þeir án þess að hverfa frá. Ef fólk myndi setja 200 krónurnar fyrir sig myndi það einfaldlega bara hverfa frá. Hugsanlega hafa ferðaskrifstofur eitthvað fækkað komum sínum,"  segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði.
Sjá nánar á visir.is