Fræðslufundur í kvöld

Fornar hafnir - útver í aldanna rás

skrifað 21. feb 2019

Karl Jeppesen kennari, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður hefur á undanförnum áratug safnað saman upplýsingum um og ljósmyndað fjölda fornra hafna og útvera á strandlengju Íslands. Afrakstur þeirra vinnu kom út á bók hjá bókaútgáfunni Sæmundi á síðasta ári, þar sem fjallað er um nærri 150 útver í máli og myndum. Á vertíðum líktust þau helst litlum sjávarþorpum þar sem tugir eða jafnvel hundruð manna bjuggu hluta af árinu. Karl mun fjalla um þetta áhugaverða efni og varpa ljósi á þessa staði sem sumir hverjir eru að falla í gleymskunnar dá, en aðrir eru enn augljósir þeim sem til þeirra þekkja.

Staður: Stórhöfði 25, efsta hæð Tími: Fimmtudagur 21. febrúar kl. 20

Fræðslu- og skólanefnd