Fræðslufundur Fræðslu- og skólanefndar

Landnýting og landnám, eldgos og mannlíf. Allt frá rostungum til lýsis og allt þar á milli!

skrifað 14. feb 2020

Bjarni F. Einarsson er sjálfstætt starfandi fornleifafræðingur sem unnið hefur að umfangsmiklum rannsóknum á fornleifum víða um land á undanförnum árum. Hann mun fjalla um rannsóknir sínar í máli og myndum og greina frá helstu niðurstöðum. Sérstaklega verður augum beint að rannsóknum á Bæ í Öræfum, Vogi í Höfnum, Stöð í Stöðvarfirði og Arfabót á Mýrdalssandi, auk annarra rannsókna sem Bjarni hefur komið að.

Missið ekki af þessu stórfróðlega erindi!

Staður: Stórhöfði 25, efsta hæð Tími: Fimmtudagur 20. febrúar kl. 20:00

Fræðslu- og skólanefnd