Fyrirtæki í ferðaþjónustunni skora á SAF

skrifað 19. jan 2015
Gullfoss regnbogi

Sautján fyrirtæki í Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) skora á stjórn samtakanna að hún beiti sér fyrir því að tekin verði upp sérstök komugjöld á Íslandi, til að fjármagna viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða.
Í áskoruninni segir að með því móti myndi stjórn SAF starfa í samræmi við vilja og sannfæringu meirihluta félagsmanna, sem fram hafi komið í skoðanakönnun samtakanna í haust. Kjarninn sagði frá niðurstöðum umræddrar könnunnar í desember, en þar var umdeildur náttúrupassi settur í sjötta sætið yfir þá valkosti sem félagsmenn SAF vildu að samtökin myndu berjast fyrir til að standa undir fjármögnun á nauðsynlegu viðhaldi og uppbyggingu ferðamannastaða á Íslandi. Sjá frétt á Kjarninn.is