Fræðslufundur 8. janúar

Vitafélagið

skrifað 07. jan 2020

Spegill fortíðar –silfur framtíðar

Landhelgi Íslands og efnahagslögsaga landsins

Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Útfærsla landhelginnar frá 4 mílum 1952 og að 200 sjómílum 1975. Útfærslan skoðuð í sögulegu samhengi.

Guðmundur lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Cornell-háskóla árið 1991, og hefur starfað við Háskóla Íslands frá því ári. Rannsóknir Guðmundar hafa fyrst og fremst beinst að þróun samfélags á 19. og 20. öld, með sérstakri áherslu á þjóðernisvitund, þjóðernisstefnu og sögu íslenska þjóðríkisins. Hann hefur einnig skoðað sögu pólitískra hugtaka á borð við fullveldi og borgararétt, og fjallað um tengsl minnis og sögu. Guðmundur gegnir nú starfi forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands.

Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík Landhelgin í nútímanum. Réttarreglur um íslensk hafsvæði og samspil mismunandi lögsögubelta. Bjarni Már lauk doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013 og LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-háskóla árið 2007. Hann kennir og stundar rannsóknir á sviði þjóðaréttar (alþjóðalaga), einkum á sviði hafréttar. Bjarni er höfundur bókarinnar The Continental Shelf beyond 200 Nautical Miles: Delineation, Delimitation and Dispute Settlement (Brill/Nijhoff 2015. Á vorönn 2016 var Bjarni gestafræðimaður við lagadeild Duke-háskóla sem Fulbright Arctic Initiative fræðimaður. Bjarni er forstöðumaður Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar HR

Staður og stund: Húsnæði Sjóstangaveiðifélags Reykavíkur Grandagarði 18, Reykjavík
Miðvikudagurinn 8 janúar, 2020 Kl. 20.00. Aðgangur ókeypis

Allar nánari upplýsingar veitir formaður Vitafélagsins, Sigurbjörg Árnadóttir, s. 823-4417.