Fyrirbyggja slys og sýkingar í náttúrulaugum

skrifað 08. ágú 2013
seljavallalaug_hills

Umhverfisráðuneytið hefur sent drög að reglugerð um baðstaði í náttúru Íslands til umsagnar. Markmið reglugerðarinnar er að fyrirbyggja og koma í veg fyrir slys og sýkingar, stuðla að öryggi og bættum hollustuháttum í náttúrulaugum og heilnæmi vatns á baðstöðunum.
Samkvæmt drögunum er baðstöðum skipt í fjóra flokka, meðal annars eftir því hvort formlegur rekstur fer fram við þá eða ekki og aðsókn baðgesta. Skyldur þeirra sem reka staði eru tilgreindar eftir flokkum sem og hvort rekstur þeirra sé starfsleyfisskyldur eða ekki. Reglugerðin á að gilda um náttúrulaugar eða baðströnd sem er notað til baða af almenningi þar sem vatnið er ómeðhöndlað af sótthreinsiefnum, geislum eða með öðrum hætti. Frestur til að skila athugasemdum rennur út eftir viku.
Frétt á ruv.is:
http://www.ruv.is/frett/fara-yfir-islenskar-natturulaugar