Fundur Fagdeildar um almenna leiðsögn

skrifað 11. maí 2018
Tourist Guide merki

Fundur fagdeildar um almenna leiðsögn innan Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna verður haldinn föstudaginn 18. maí nk.

Fundarefnið er "formleg" stofnun fagdeildar um almenna leiðsögn samkvæmt eftirfarandi dagskrá:

1. Kynning á reglum Leiðsagnar um fagdeildir
2. Kynning á reglum um almenna fagdeild
3. Kosning stjórnar, einn stjórnarmann til eins árs og tvo til tveggja ára
4. Önnur mál

Fundurinn verður haldinn föstudaginn 18. maí og hefst kl. 17:00
Fundarstaður: Stórhöfði 25, 3ja hæð.

Þeir sem áforma að sitja fundinn eru beðnir a tilkynna það skrifstofu Leiðsagnar í gegnum netfangið info@touristguide.is