Fuglum fækkar í Evrópu

skrifað 03. nóv 2014
lundi1506_9

Á þremur áratugum hefur fuglum í Evrópu fækkað um meira en 420 milljónir, samkvæmt nýrri rannsókn. Sér í lagi hefur fækkað í röðum margra algengstu fuglategunda álfunnar. Að rannsókninni standa fugla- og vistfræðingar við háskólann í Exeter og Konunglega fuglaverndarfélagið í Bretlandi.
Gráspörvum hefur fækkað allra mest. Næst mest hefur fækkað í starrastofninum, um 53 prósent eða 45 milljónir. Og lævirkinn, sem veitt hefur ótal evrópskum skáldum og tónskáldum innblástur með söng sínum, hefur fækkað um 37 milljónir. Á móti kemur að fjölgað hefur í stofnum margra sjaldgæfari tegunda á sama tímabili.
Vísindamennirnir sem standa að rannsókninni segja að fuglunum fækki vegna þess að landbúnaður og þéttbýlismyndun mannsins þrengi að kjörlendi þeirra, skemmi það eða eyðileggi. Þá geti loftslagsbreytingar einnig haft áhrif. Svipaða þróun má sjá víðar í heiminum. Sjá nánar á ruv.is