Námskeiðið Fuglar og Fuglaferðamennska hjá Endurmenntun HÍ

skrifað 27. apr 2016
fugl

Endurmenntun H.Í. í samstarfi við Félag leiðsögumanna verður með námskeiðið Fuglar og Fuglaferðamennska dagana 11 og 17. maí næstkomandi.

Markmið námskeiðsins er að kynna íslensku fuglafánuna, hvernig hún er samsett, hvaða breytingar eru að verða á henni og hvað veldur þeim. Tæpt verður á rannsóknum á íslenskum fuglum og sérstaklega fari þeirra. Fjallað verður um fuglastaði á íslandi og aðstöðu fyrir fuglaskoðara, hjálpartæki, rit og vefi. Vakning síðustu ára í fuglaferðaþjónustu verður umfjöllunarefni og leitast við að skilgreina eftir hverju ferðamenn eru að slægjast hér, hvernig hópurinn er samsettur og hvernig honum verður best sinnt. Loks verður fjallað um umgengni við fugla á ferðamannastöðum.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Íslenska fugla, samsetningu fánunnar og uppruna hennar.
• Breytingar og þróun í fánunni.
• Fuglaskoðun á Íslandi og hvar fuglana er að finna.
• Fuglaferðamennsku, bæði frá sjónarhóli leiðsögumannsins og ferðamannsins.
• Klasa um fuglatengda ferðaþjónustu.

Ávinningur þinn:
• Þú færð yfirlit yfir íslensku fuglafánuna og samsetningu hennar. Hvaða fuglar eru að nema hér land og af hverju. Af hverju stafa stofnsveiflur hjá fuglum.
• Þú færð upplýsingar um hvað er að gerast í íslenskum fuglarannsóknum, af hverju eru fuglar merktir.
• Þú fræðist um hvernig er best að bera sig að við fuglaskoðun og hvar er fuglana að finna.
• Þú fræðist um fuglaferðamennsku, hvernig sá hópur er samsettur sem kemur hingað að skoða fugla og eftir hverju hann er að slægjast.
• Þú kynnist uppbyggingu íslenskrar fuglaferðamennsku á síðustu árum.

KENNSLA/UMSJÓN: Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur
HVENÆR: Mið. 11. og þri. 17. maí kl. 17:30 - 20:30
HVAR: Endurmenntun HÍ

VERÐ í SNEMMSKRÁNNGU: 17.900 kr (til 1.maí)

ALMENNT VERÐ: 19.700 kr

Nánari upplýsingar má sjá hér