Frumvarp um styttingu vinnuvikunnar í 35 dagvinnutíma

skrifað 20. okt 2015
Leiðsögumenn

Björn Leví Gunnarsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir eru flutningsmenn frumvarps um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku. Frumvarpið felur í sér þá breytingu að í hverri viku skulu ekki vera fleiri en 35 dagvinnutímar sem vinna ber á dagvinnutímabili á virkum dögum og að jafnaði skuli unnar 7 klukkustundir í dagvinnu á degi hverjum frá mánudegi til föstudags. Víðs vegar eru verið að skoða mun róttækari breytingar. Svíþjóð er að gera tilraunir með sex stunda vinnudag. Mark­mið breyt­ing­ar­inn­ar er að kjör skerðist ekki við stytt­ingu vinnu­dags.