Frumvarp um náttúrupassa verður ekki afgreitt

skrifað 22. apr 2015
Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir að frumvarp um náttúrupassa verði ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi.
Frumvarpið hefur verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Fulltrúar í náttúru og ferðafélögum víðs vegar um landið eru einnig mótfallnir náttúrupassanum. Til dæmis Landvernd, Ferðafélag Íslands, Samtök útivistarfélaga og Útivist.