Fróðlegur fundur um hraunhella

skrifað 02. mar 2018
hraunhellar

Mánudaginn 19. febrúar var boðið upp á fræðslufund um hraunhella, skoðun þeirra og verndun. Ingólfur Páll Matthíasson leiðsögumaður og félagi í Hellaskoðunarfélaginu sagði þar í máli og myndum frá því helsta sem leiðsögumenn þurfa að vita um hraunhella á Íslandi og umgengni um þá. Rúmlega 20 manns sóttu fundinn og lýstu mikilli ánægju með hann.