Framkvæmdum við Dettifossveg hefur verið frestað

skrifað 03. feb 2014
Dettifoss

Árið 2010 var tekinn í gagnið nýr vegur frá þjóðvegi eitt á Mývatnsöræfum að Dettifossi. Framkvæmdum við seinni áfangann, það er áfram niður í Kelduhverfi, hefur hins vegar ítrekað verið frestað. Til stóð að bjóða verkið út í vetur en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni verður það ekki fyrr en í sumar svo ljóst er að framkvæmdir hefjast ekki fyrr en í fyrsta lagi vorið 2015. Af þessu hefur ferðaþjónustufólk í Öxarfirði áhyggjur. Nánar á ruv.is