Framkvæmdir við Gullfoss

skrifað 25. maí 2016
framkvæmdasvæði við gullfoss

Framkvæmdir við gerð stiga milli efra og neðra útsýnissvæðis standa nú yfir á Gullfossi.

Miklar framkvæmdir verða við Gullfoss í allt sumar til að bæta aðgengi ferðamanna. Áætlað er að þær muni standa frá maí fram undir september með tilheyrandi raski. Á meðan ástandið varir eru allir gestir vinsamlegast beðnir að sýna varkárni og þolinmæði.

Nýi stiginn kemur í staðinn fyrir stiga sem er kominn til ára sinna og annar ekki mannfjöldanum sem kemur til að líta fossinn augum. Verður sá nýi meira en tvisvar sinnum breiðari en sá gamli og gerður úr stáli og lerki. Þetta er aðeins fyrsta skrefið í miklum framkvæmdum sem eru fyrirhugaðar, en í haust á að endurnýja útsýnispall á efri hluta svæðisins. Svæðið verði þannig mun öruggara á eftir, umferðarstýring verði betri auk þess sem ráðstafanir verði gerðar til að takmarka til dæmis snjósöfnun og hálku í stiganum á veturna.

Myndin hér að ofan sýnir framkvæmdasvæðið.