Framkvæmdir í Vatnajökulsþjóðgarði

skrifað 20. feb 2014
Hvannadalshnjukur-Vatnajokull_National_Park

Dýrasta framkvæmdin árið 2014 er bygging skála við Drekagil. Skálinn var boðinn út í fyrra og var lægsta boð um 50 milljónir. Í sumar á einnig að reisa útsýnispall við Ófærufoss í Eldgjá auk snyrtiaðstöðu. Í Skaftafelli á að ljúka hitaveituframkvæmdum, bæta merkingar, lagfæra göngustíga auk þess sem skoða á möguleika á reiðhjólaleiðum á völdum stöðum o.fl. Einnig er stefnt á að gera göngubrú á Kolgrímu við Skálafell. Þá er á áætlun að reisa ný salerni við Dettifoss vestanverðan í stað gamalla salerna. Á þessu ári fær sjóðurinn um 90 milljónir á fjárlögum til framkvæmda. Kostnaðurinn við nauðsynlegar framkvæmdir hleypur á einhverjum milljörðum, að sögn Þórðar H. Ólafssonar, framkvæmdastjóra Vatnajökusþjóðgarðar. sjá nánar á mbl.is