Framkvæmdastjóri ráðinn

skrifað 30. nóv 2018
valdimar leo

Leiðsögn hefur ráðið til sín framkvæmdastjóra, Valdimar Leó Friðriksson.

Valdimar hefur víðtæka reynslu í kjaramálum og rekstri félagasamtaka. Hann starfaði í 10 ár sem framkvæmdastjóri hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, sem er fagstéttarfélag. Áður var hann ritari í stjórn stéttarfélagins SFR og starfaði oft sem trúnaðarmaður. Auk þess hefur hann starfað um árabil innan íþróttahreyfingarinn, m.a. sem framkvæmdastjóri íþróttabandalags og íþróttafélags. Valdimar er menntaður Fiskeldisfræðingur.

Við bjóðum Valdimar Leó velkominn til starfa.