Framkvæmdasjóður ferðamannastaða úthlutar 244 milljónum

skrifað 02. maí 2014
breidafjordur

Fimmtíu verkefni hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Úthlutunin var tilkynnt í dag.
Sjö verkefni hlutu tíu milljónir eða meira í styrk:

• Þingeyjarsveit vegna endurbóta við Goðafoss, 15 milljónir kr • Umhverfisstofnun fyrir salernisaðstöðu við Hverfjall í Mývatnssveit 13,8 milljónir kr • Vatnajökulsþjóðgarður vegna uppbyggingar við Langasjó 13,3 milljónir kr • Djúpavogshreppur vegna deiliskipulags o.fl. við Teigarhorn 11,6 milljónir kr • Umhverfisstofnun vegna framkvæmda við nýjan stiga við Gullfoss 10,1 milljón kr • Skaftárhreppur vegna áningarstaðar í Eldhrauni 10 milljónir kr • Minjastofnun Íslands vegna uppbyggingar á Stöng í Þjórsárdal 10 milljónir kr.

Vatnajökulsþjóðgarður hlaut hæsta styrkinn 29,7 millj.kr. til framkvæmda í Skaftafelli. Önnur 42 verkefni hlutu líka styrk.
Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Sjá nánar á ferdamalastofa.is