Framkvæmdasjóður ferðamála

skrifað 13. ágú 2014
Landslag 2

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða sem hefur verið fjallað um í fjölmiðlum síðustu daga vegna þess að hann er innan fjárheimilda tók til starfa 8. ágúst 2011. Sjóðurinn er í vörslu Ferðamálastofu sem annast rekstur hans. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Framkvæmdasjóðurinn er fjármagnaður með 3/5 hluta gistináttaskatts. Um miðjan maí samþykkti ríkisstjórnin að veita ríflega 380 milljónum króna til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum á þessu sumri. Um var að ræða sérstaka úthlutun vegna verkefna sem talin voru sérstaklega brýn vegna verndunar náttúru og öryggissjónarmiða.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki, 2-3 sinnum á ári til uppbyggingar ferðamannastaða, í samræmi við markmið sjóðsins hér að ofan.