Framhalds aðalfundur FL

skrifað 03. apr 2017
Tourist Guide merki

Þar sem ekki tókst að ljúka aðalfundi Félags leiðsögumanna þann 29. mars sl. boðar Félag leiðsögumanna til framhalds aðalfundar.

Fundurinn verður haldinn mánudaginn 10.apríl 2017 að Stórhöfða 27, 110 Reykjavík (gengið inn fyrir aftan hús) og hefst klukkan 20:00.

Dagskrá fundarins verður haldið áfram frá því sem áður var getið og er því eftirfarandi:

1. Drög að fjárhagsáætlun skal lögð fram og tillaga um stéttarfélagsgjald og fagfélagsgjald.
2. Kosning formanns eða lýsing formannskjörs.
3. Kosning til stjórnar (3 sæti) og trúnaðarráðs (6+6 sæti) sem og í skóla- og fræðslunefnd (5 sæti). 
4. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna reikninga til tveggja ára.
5. Önnur mál.

Stjórnin