Fræðslufundir Leiðsagnar

skrifað 05. okt 2018
20161129_2023161

Vetrarstarfið er að hefjast. Fyrirhugaðir eru tveir fræðslufundir, annar nú í október og hinn í nóvember, en í desember verður síðan efnt til jólabókakvölds að venju.

Nánari upplýsingar um efni og tíma jólabókakvöldsins verða kynntar í nóvember. Allar góðar ábendingar og óskir um efni fræðslufunda á nýju ári eru vel þegnar.

.

Jöklar á hverfanda hveli; hveljöklar hverfa!

Fimmtudagskvöldið 18. október mun Oddur Sigurðsson jarðfræðingur á Veðurstofu Íslands koma í heimsókn og fjalla í máli og myndum um afkomu íslenskra hveljökla á tímum loftslagsbreytinga. Jöklarnir náðu mestri útbreiðslu í lok 19. aldar, en hafa hopað mikið síðan. Flatarmál þeirra hefur minnkað um nærri 2000 km2 síðan þá, eða um það bil 15%. Oddur er manna fróðastur um þessar breytingar og hefur frá mörgu forvitnilegu að segja.
Fundarstaður: Stórhöfði 25, efsta hæð
Fundartími: fimmtudagur 18. október kl. 20.

Stafræn upplýsingaveita Veðurstofu Íslands

Fimmtudagskvöldið 8. nóvember mun Haukur Hauksson samskiptastjóri á Veðurstofu Íslands fjalla um stafræna upplýsingaveitu Veðurstofunnar. Verið er að móta stefnu Veðurstofunnar í þessum efnum, en stór hluti þess er stafræna upplýsingaveitan. Rýnisvinna er að fara af stað þar sem m.a. er reynt að afla upplýsinga og viðbragða frá notendum. Sjónarmið leiðsögumanna geta því væntanlega komið þar að góðum notum. Hér er kjörið tækifæri til að kynnast áformum Veðurstofunnar og hafa eitthvað um þau að segja.
Fundastaður: Stórhöfði 25, efsta hæð
Fundartími: fimmtudagur 8. nóvember kl. 20.

Fræðslu og skólanefnd