Fróðlegur fræðslufundur um fornar hafnir og útver

skrifað 22. feb 2019
20190221_205727

Fimmtudagskvöldið 21. febrúar var boðið upp á fræðslufund í máli og myndum um fornar hafnir og útver. Karl Jeppesen lektor við KHÍ og myndasmiður greindi þar frá efni veglegrar bókar sinnar um þetta efni, en hann hefur farið um landið, ljósmyndað og safnað efni um rúmlega 150 útver. Þrátt fyrir risjótt veður og skruggugang sóttu rúmlega 20 manns fundinn sem þótti mjög fróðlegur.