FlyOver Iceland

Tilboð til leiðsögumanna

skrifað 20. nóv 2019

Kæru leiðsögumenn,

Félögum í Félagi leiðsögumanna er boðið að koma mánudaginn 25 nóvember 2019 kl 19 – 20 og þriðjudaginn 26 nóvember kl 19 - 20 og prufa nýjustu afþreyinguna í Reykjavík, FlyOver Iceland.

FlyOver Iceland er sýndarflug þar sem gestir “fljúga” í takt við tónlist og landslag, sem umlykur áhorfendur.

Í gegnum hveragufu og skýjahulur, yfir fjallstoppa og fossúða finnurðu vindinn leika um vangann, úðann lenda á enni og lykt landsins kítla vitin líkt og þú ert á staðnum.

Heimsóknin hefst á því að sjá tvær margmiðlunarsýningar, Langhúsið þar sem sögumaðurinn Páll segir frá uppruna fólks á Íslandi og lifnaðarháttum þess og Lífsins Brunn, þar sem tröllkonan Sú Vitra ræður ríkjum. Segir hún frá upphafi Íslands, náttúruöflunum og samspili manns og náttúru í gegnum aldirnar.

Eftir þessar margmiðlunarsýningar er farið í sýndarflugið sjálft, FlyOver Iceland.

Heildartími upplifunarinnar er um það bil 25 - 30 mínútur.

Vinsamlega skráið ykkur með því að veljið tíma sem hentar og sendið á netfangið heidi@flyovericeland.is :

Mánudagur 25 nóvember 2019: 19:00 - 19:15 – 19:30 – 19:45 – 20:00

Þriðjudagur 26 nóvember 2019: 19:00 - 19:15 – 19:30 – 19:45 – 20:00

Takmarkaður sætafjöldi.

Heiðdís (Heiða) Einarsdóttir, sölustjóri FlyOver Iceland, tekur á móti ykkur en Heiða er einnig leiðsögumaður og málstjóri við Leiðsöguskóla Íslands.

Athugið að þetta er eingöngu fyrir félagsmenn Félags leiðsögumanna.