Fjölgun ferðamanna yfir vetrarmánuðina

skrifað 11. sep 2014
Ferðamenn í RVK

Mesti vöxtur er í komum ferðamanna fyrir utan sumarmánuðina. Arionbanki spáir að sá vöxtur eigi eftir að halda áfram næstu árin. Þetta kom framá fundi grein­ing­ar­deild­ar Ari­on banka um horf­ur í ferðaþjón­ustu í morgun.
At­hygli vakti að gistinótt­um fjölg­ar síður en ferðamönn­um. Sennilega eru fleiri ferðamenn að nýta sér gistingu í heimahúsum.
Kortavelta dregst saman þrátt fyrir fjölgun ferðamanna. Ýmsar orsakir liggja þar að baki. Til dæmis greiða margir fyrir ferðir sínar á netinu eða ef til vill eru ferðamennirnir að eyða minna. Rúss­ar eyða mestu en þrátt fyrir að þeir eru hlutfallslega fáir af heildarfjöldanum. Hér er hægt að smella á skýrslu Arionbanka um horfur í ferðaþjónustu.