Ferðaþjónustureikningar staðfesta mikinn vöxt í ferðaþjónustu

skrifað 29. jún 2015
ferðamenn Þingvellir

Mikill vöxtur hefur verið í þjónustu við erlenda ferðamenn á Íslandi á síðustu árum. Þannig hefur neysla erlendra ferðamanna aukist úr rúmlega 92 milljörðum króna árið 2009 í rúmlega 165 milljarða árið 2013, eða um 79% á nafnvirði. Neysla íslenskra ferðamanna innanlands hefur einnig aukist, en þó minna en þeirra erlendu. Hlutur erlendra ferðamanna hefur vaxið úr 52% árið 2010 í 60% 2013. Sjá á Hagstofan.is