Ferðaþjónustan heldur uppi jákvæðum þjónustujöfnuði

skrifað 03. jún 2015
Ferðamenn kort

Ferðamönnum hefur fjölgað jafnt og þétt frá því Ferðamálastofa hóf talningar. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var þjónustujöfnuður við útlönd jákvæður um 19,5 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Innflutt ferðaþjónusta nam 24,7 milljörðum og var stærsti liðurinn í innfluttri þjónustu á ársfjórðungnum. Útflutt ferðaþjónusta var 31,3 milljarðar og því nam afgangur hennar 6,6 milljörðum.