Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsafurðin

skrifað 26. mar 2014
Ferðamenn 4

Tekjur af erlendum ferðamönnum námu tæplega 275 milljörðum króna á árinu 2013 og er ferðaþjónustan því stærsta útflutningsafurð á Íslandi í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands um utanríkisverslun.

Skammt undan kemur sjávarútvegurinn, en tekjur af útflutningi sjávarafurðu námu rúmum 272 milljörðum króna. Sjá nánar á ruv.is