Ferðamálaskýrsla
Ráðherra ferðamála lagði fyrir skömmu fram á Alþingi skýrslu sem ber heitið "Þolmörk ferðamennsku" Þetta er mikil samantekt úr ýmsum áttum um stöðu ferðmennsku á Íslandi um þesssar mundir. Í skýrslunni er mikið af upplýsingum frá ýmsum aðilum um ferðmennsku, fjölda ferðamanna, viðhorf þeirra og heimamanna og allskonar staðreyndir um ferðamennsku á einstökum stöðum á Íslandi. Mikið er fjallað um þolmörk á vinsælum ferðamannastöðum. Hér er tengill á þessa skýrslu.
Leiðsögumenn eru hvattir til að kynna sér skýrsluna og þeir verða þá þeim mun fróðari um ástandið í þessari sívaxandi atvinnugrein. Frekar lítið hefur verið fjallað um skýrsluna i fjölmiðlum, einstaka upphrópanir þó, en hún er mikil að vöxtum og gefur ágæta yfirsýn yfir ástandið um þessar mundir.
Fleiri fréttir
-
22. feb 2019Fróðlegur fræðslufundur um fornar hafnir og útver
-
22. feb 2019Vefkönnun
-
21. feb 2019Alþjóðadagur leiðsögumanna 2019
-
19. feb 2019Atvinnustefna fyrir Vatnajökulsþjóðgarð
-
15. feb 2019Pistill frá forseta ASÍ
-
07. feb 2019Fyrsti fræðslufundur Leiðsagnar á nýju ári
-
06. feb 2019Félagsaðild
-
05. feb 2019Gylfi Guðmundsson - andlát
-
11. jan 2019Skyndihjálpar námskeið - First aid courses
-
04. feb 2019Kjarasamningar, staða og framvinda