Leiðsögumenn hvattir til þess að standa með öðrum starfsstéttum

skrifað 26. maí 2015
Hvalfjörður ferð 2014

Félag leiðsögumanna hvetur alla félagsmenn sína til að standa með öðrum starfsstéttum sem neyðst hafa til að grípa til verkfallsvopnsins til að knýja fram nauðsynlegar kjarabætur. Sérstaklega eru félagsmenn hvattir til þess að ganga ekki í störf annarra s.s. bílstjóra. Að auki er áréttað að samkvæmt því sem ASÍ segir um vinnurétt, þá skulu önnur stéttarfélög gæta þess að félagsmenn þeirra séu ekki látnir ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli .

Stjórn Félags leiðsögumanna.