Félagsfundur FL

skrifað 14. nóv 2016

Félagsfundur Félags leiðsögumanna þriðjudaginn 29. nóvember kl. 20
– haldinn í fundarsal húsnæðis félagsins að Stórhöfða 27 (gengið er inn fyrir neðan hús).

Dagskrá fundar:

Hverjir eru félagsmenn Félags leiðsögumanna? Niðurstöður rannsóknar Háskólans á Hólum á bakgrunni og viðhorfi félagsmanna til Félags leiðsögumanna.
Anna Vilborg Einarsdóttir var í forsvari fyrir rannsókninni, sem fram fór á fyrri hluta ársins 2016, og mun hún kynna helstu niðurstöður.

Ferðamannastaðir; ágengni og umbætur
Leiðsögumönnum er vel kunnugt um aðstæður á flestum vinsælustu viðkomustöðum ferðamanna á landinu – og hefur blöskrað ástandirð.
Hjörleifur Finnsson verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu fer yfir stöðuna og þær úrbætur sem fyrirhugaðar eru í náinni framtíð.

Kaffiveitingar verða í boði á fundinum og biðjum við félgasmenn um að tilkynna þátttöku sína á info@touristguide.is svo hægt sé að áætla magn kaffi og veitinga sem verða í boði.