Félagsfundur 12. nóvember í Restaurant Reykjavík

skrifað 10. nóv 2015
Kaffi Reykjvík

Félagsfundurinn verður í Restaurant Reykjavík á 2. hæð í græna salnum kl. 20:00 fimmtudaginn 12. nóvember.

Dagskrá:
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mætir á fundinn til að kynna Vegvísinn og Stjórnstöð ferðamála.
Ingibjörg Jósefsdóttir stjórnarmaður í Inter-Nordic Guide Club kynnir það félag og hvað það getur gert fyrir félagsmenn.
Róbert Marshall verður með erindi um þingsályktunartillögu sína um hæfisskilyrði leiðsögumanna.

Vinsamlegast sendið staðfestingu áinfo@touristguide.is ef þið ætlið að mæta á fundinn, fyrir 12. nóvember svo að hægt verði að áætla aðföng.

Stjórnin.