Félagsfundur - Opið hús

skrifað 23. maí 2017

Í tilefni af 45 ára afmæli félagsins og útnefningu nýs heiðursfélaga, boðar Leiðsögn - félag leiðsögumanna til almenns félagsfundar miðvikudaginn 31. maí 2017, milli klukkan 20:00-22:00.
Fundurinn fer fram í nýjum húsakynnum skrifstofu félagsins að Stórhöfða 25, 3ju hæð,

Dagskrá fundarins er:

I. Félag leiðsögumanna 45 ára, stutt ágrip af sögu félagsins
II. Ný félagslög, helstu breytingar og áherslumál á tímamótum
III. Formleg útnefning Jóns R. Hjálmarssonar sem heiðursfélaga
IV. Önnur mál

Til að áætla megi þörf á kaffiveitingum er óskað eftir að þeir sem hyggjast sækja fundinn sendi skrifstofu félagsins staðfestingu á netfangið: info@touristguide.is