Félagið flytur í Stórhöfða 27

skrifað 12. jan 2016
Stórhöfði 27

Mánudaginn 18. janúar flytur starfsemi félagsins úr Mörkinni 6 í Stórhöfða 27. Skrifstofa félagsins verður þar á móts við innganginn, á sömu hæð og gengið er inn frá bílastæðinu.
Ákveðið var að flytja starfsemina í hentugra húsnæði þar sem félagsmönnum fjölgar stöðugt og hægt er að þjónusta þá betur í Stórhöfða 27. Félagið hefur átt gott samstarf við Sleipni í Mörkinni síðustu tuttugu árin. Skrifstofan verður lokuð vegna flutninga mánudaginn 18. janúar.