Farþegaferja á Esju

skrifað 23. maí 2014
esjan

Und­ir­bún­ingur að því að koma upp kláfi til að flytja farþega upp á Esjuna er í fullum gangi. Vindmælingar verða hafnar á næstunni og vefmyndavél á brún Esju sett upp. Verk­fræðistofa Jó­hanns Indriðason­ar und­ir­býr fram­kvæmd­ina.