Fagdeild um almenna leiðsögn - stofnun og frekari undirbúningur

skrifað 06. nóv 2017

Á aðafundi Leiðsagnar var stofnuð fagdeild um almenna leiðsögn og ákveðið að félagar fyrrum Fagfélags leiðsögumanna skyldu sjálfkrafa verða fagdeildarfélagar. Stjórn Leiðsagnar hefur ákveðið að fela starfshópi að undirbúa starfsemi þessarar fagdeildar, skilgreina hana og verkefni hennar, gera drög að starfsreglum o.fl. Stjórnin ákvað jafnframt að óska eftir því að fagdeildarfélagar gefi kost á sér til að vera í starfshópi þessum.

Er hér með óskað eftir því að þeir fagfélagsaðilar sem óska eftir og eru reiðubúnir til að vera í starfshópi þessum tilkynni það til skrifstofu félagsins í gegnum netfangið info@touristguide.is eigi síðar en 15 nóvember nk.