Erlendir ferðamenn verða ein og hálf milljón árið 2023.

skrifað 10. sep 2013
ferðamenn

Haldi Íslendingar rétt á spöðunum í uppbyggingu ferðþjónustunnar þá gæti orðið til 5.000 ný störf og skatttekjur af ferðaþjónustu 52 milljarðar króna á ári eftir áratug.
Þetta er niðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group. Rannsóknir og tillögur fyrirtækisins voru kynntar á ráðstefnu í Hörpu í Reykjavík í morgun.
Margt þarf þó að laga til að hægt sé að taka á móti þessum fjölda. Vernda þurfi og byggja upp ákveðna staði sem trekkja nú þegar að sér ferðamenn, byggja upp nýja viðkomustaði, einkum á menningarsviðinu. Bæta innviði og samgöngumannvirki og endurskoða kynningarstarf til að ná betur til ákveðinna markhópa.
Sjá á ruv.is