Er orlofsprósentan þín rétt ?

skrifað 27. okt 2015
orlof

Félag leiðsögumanna hvetur félagsmenn til þess að athuga hvort að orlofsprósentan á launaseðlum þeirra sé rétt.
Komið hefur fyrir að vinnuveitendur hafa ekki greitt rétta orlofsprósentu og þar af leiðandi hafa leiðsögumenn orðið fyrir tugþúsund króna tapi. Röng orlofsprósenta getur orsakað tugi þúsunda króna launatap á ársgrundvelli.
Orlof leiðsögumanna í 1. og 2. flokki er 10,17%. Orlof leiðsögumanna í 3. flokki er 11,59% og 4. flokki 12,07%.
Félag leiðsögumanna aðstoðar varðandi launamál félagsmanna.
Skrifstofan er opin milli kl. 12-15 á virkum dögum eða sendið tölvupóst á info@touristguide.is.