Endurnýjanleg orka og stórbrotin náttúra

skrifað 04. sep 2014
Aldeyjarfoss

Ísland hefur tækifæri til þess að vera í fararbroddi við mótun græns hagkerfis. Þetta kemur fram í útttekt Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu, OECD, á framkvæmd umhverfismála á Íslandi. Stofnunin bendir á að gríðarlegur vöxtur ferðaþjónustu stefni vistkerfum í hættu. Þessi vöxtur orsakar vandamál við frárennslis- og sorpmál.
Í úttekinni er bent á að það skiptir miklu hvernig orkuauðlindirnar eru nýttar. Ýmsir möguleikar skapast í framtíðinni til dæmis með endurnyjanlegri orku í samgöngum.