Tilkynning til ökuleiðsögumanna

skrifað 06. okt 2018

Að undanförnu hafa farið fram námskeið fyrir bifreiðastjóra, sem þeim er skylt að sækja til að viðhalda starfsréttindum sínum. Vakinn er athygli á að ökuleiðsögumenn, sem eru félagar í Leiðsögn og hafa greitt félags- og sjóðagjöld til félagsins, kunna að eiga kost á styrk vegna námskeiða þessara úr Endurmenntunarsjóði félagsins. Fjárhæð styrkjarins ræðst af reglum sjóðsins og fjárhagslegri getu hans.

Ökuleiðsögumönnum sem sækja vilja um styrk vegna námskeiðanna er bent á að sækja um hann á eyðublaði á heimasíðu félagsins ásamt því að senda frumrit af greiðslukvittunum inn til félagsins.

Umsóknir skulu berast sjóðnum fyrir 10. nóvember næst komandi.