Einn réttur - Ekkert svindl

skrifað 11. apr 2016
ekkert

Alþýðusamband Íslands stendur í samstarfi við aðildarsamtök sín að verkefni gegn undirboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskriftinni
EINN RÉTTUR – EKKERT SVINDL!

Markmið verkefnisins:
*Að tryggja kjör og réttindi á íslenskum vinnumarkaði fyrir alla sem hér starfa, þ.m.t. útlendinga sem hingað koma og ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði.
*Að tryggja starfsemi og eðlilega samkeppnisstöðu fyrirtækja sem virða kjarasamninga og lög og þau viðmið og samskipti sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og eru kjölfestan í íslensku atvinnulífi.
*Að tryggja að sameiginlegir sjóðir samfélagsins fái sitt til að fjármagna m.a. öflugt heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfi.
*Verkefnið beinist gegn þeim fyrirtækjum sem misnota erlent vinnuafl og ungt fólk og skapa sér þannig samkeppniforskot. Verkefnið beinist ekki gegn erlendum starfsmönnum sem komið hafa hingað til lands í góðri trú.

Áhersla er lögð á:
*Breytt viðhorf með það að markmiði að landsmenn styðji baráttuna gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði með virkum hætti.
*Að upplýsa erlenda starfsmenn og ungt fólk um réttindi sín og skyldur.
*Að upplýsa erlend fyrirtæki og aðra atvinnurekendur sem ráða erlenda starfsmenn og ungt fólk um skyldur sem því fylgja.
*Að upplýsa brot á vinnumarkaði, krefjast úrbóta og koma upplýsingum um meint brot til viðkomandi stjórnvalda og eftirlitsstofnana.
*Að upplýsa íslenskt launafólk og allan almenning um mikilvægi þess að uppræta undirboð á vinnumarkaði og svarta atvinnustarfsemi.

Stöndum vörð um okkar kjör og stöðvum brotastarfsemi á vinnumarkaði

Sjá nánar um átakið Heimasíða EKKERT SVINDL Facebooksíða EKKERT SVINDL