Dyrhólaey

skrifað 12. maí 2014
Dyrhólaey

Umhverfisstofnun tók þá ákvörðun þann 8. maí 2014 að á tímabilinu 9.5.-25.6.2014 verður Háey Dyrhólaeyjar lokuð fyrir akandi umferð en opið inn á Lágey frá kl. 9-19.00. Umferð gangandi almennings er heimil um Lágey og Háey eftir merktum göngustígum frá kl. 9-19 á þeim tíma. Friðlandið er lokað á kvöldin og yfir nóttina frá kl. 19-9 frá 9. maí. Frá 25. júní er svæðið opið allan sólarhringinn.

Ákvörðun þessi er tekin með vísan til 4. tl. í auglýsingu um friðlýsingu Dyrhólaeyjar, nr. 101/1978.